Ég var á gangi í miðbænum í leit að pilsi. Mig langaði nebbla í nýtt fyrir leikfélagspartý. Ég var búin að kíkja í nokkrar búðir en engin hafði neitt sem mig langaði í eða það var allt of dýrt.
Ég ákvað að kíkja í Rauðakrossbúðina á Laugaveginum og viti menn, fann ég ekki nema draumapilsið og það undir þúsundkallinum!!!
Ég mæli með að dæma ekki búðina á því sem er fremst í henni, maður á að róta svolítið ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 17:37
|